










Um skólablak,
Skólablak er verkefni sem hefur það markmið að kynna blak fyrir börnum um allt land og skapa jákvæða reynslu í gegnum leik og hreyfingu. Verkefnið felur í sér bæði smærri viðburði milli nágrannaskóla og stærri mót þar sem fleiri skólar koma saman. Skólar geta sótt um að fá aðstoð frá BLÍ og blakdeildir í nærumhverfi til þess að halda skólablakmót í sínum skóla. Er það gert með því að velja sinn landshluta og fylla út nauðsynlegar upplýsingar.
Skólablak bíður einnig upp á heimsóknir í skóla þar sem börn geta farið í blak í íþróttatímum með aðstoð og aðkomu BLÍ og blakdeilda. Einnig geta skólar óskað eftir fræðslu, námskeiðum og vinnustofum fyrir kennara.






.png)
Markmið: Að efla og styrkja blakið um allt land með fræðslu, viðburðum og samfélagslegri þátttöku.
Lítil mót: 1-3 skólar í nærumhverfi koma saman og spila á badmintonvöllum. Blakdeildir í nærumhverfi taka þátt í að skipuleggja og aðstoða á viðburðinum
Stór mót: Margir skólar koma saman og leikið er 50 mínútna leikir gegn ólíkum andstæðingum. Vellir eru settir upp í knattspyrnuhúsum. Blakdeildir í nærumhverfi taka þátt í að skipuleggja og aðstoða á viðburðinum.
Heimsóknir: Skólar geta óskað eftir heimsóknum frá BLÍ í íþróttatíma. BLÍ mun hafa samband við blakdeild í nærumhverfi sem útvegar þjálfara og mismunandi búnað.
Skóladeild: Hvert svæði velur hentugan dag fyrir stærri skólamót. BLÍ og blakdeildir í nærumhverfi sjá um skipulag, dómgæslu og verðlaunaafhendingu.
Fræðsla og námskeið: Skólar, svæði og íþróttafélög geta óskað eftir námskeiðum eða vinnustofum frá BLÍ. Þjálfarar og fræðsluefni er veitt með stuðningi frá CEV.
Hér er hlekkur að formi sem nauðsynlegt er fyrir blakdeildir að fylla út eftir þátttöku í skólablaksviðburði
Skólablaksform blakdeildir











.png)









.png)
