Um skólablakmótin,
Mótin verða spiluð á sex svæðum á landinu. Þrjú mót verða á Norðurlandi og fara þau fram á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Á Austurlandi verður eitt mót haldið í Neskaupstað. Á Suðurlandi verður spilað á tveimur stöðum, í Hveragerði og á Flúðum. Á Reykjanesi verður eitt mót haldið í Keflavík. Á höfuðborgarsvæðinu verða mót í Mosfellsbæ, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ/Álftanesi. Á Vesturlandi verður eitt mót í Grundarfirði og á Vestfjörðum verður mótið haldið á Ísafirði. Skólarnir skrá sig á það mót og þann stað sem hentar.
Úrslitamót verða síðan spiluð á milli sigurvegaranna. Í byrjun munu sigurvegarar keppnanna fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu spila á lokamóti. Á Austurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi verður spilað til úrslita á mótinu sjálfu. Ef liðin utan af landi vilja taka þátt í lokamótinu á höfuðborgarsvæðinu þá er það velkomið en það er ekki krafa.
Það sem við bjóðum upp á án endurgjalds
BLI mun aðstoða við þjálfun í íþróttatímum og hafa samband við íþróttafélagið í nærsamfélaginu til að styðja við heimsókn í skóla. Áherslur í íþróttatímunum eru eftirfarandi:
-
1 til 4 bekkur: Blak með blöðrum
-
5 til 7 bekkur: Blak með krakkablakboltum.
-
8-10 bekkur: Blak með hefðbundnum blakboltum.
Minni viðburðir: Við hjálpum til við að skipuleggja mót með nærliggjandi skólum í íþróttamiðstöðvum þar sem íþróttakennsla á vegum skólanna fer fram.
Spilað er eftir reglum skólablaksins. BLI hefur samband við blakfélögin á staðnum varðandi aðkomu þeirra að viðburði og getur BLÍ útvegað bolta og net ef þörf er á.
Stærri viðburðir: Samskonar þjónusta og við minni viðburðina en með fleiri skólum af hverju svæði fyrir sig. BLI getur sett upp allt að 40 blakvelli á t.d. fótboltavöllum innanhúss.
Námskeið fyir íþróttakennara/þjálfara: Hvert svæði getur sótt um til BLI að halda námskeið fyrir þjálfara og kennara. BLI mun útvega leiðbeinanda og getur sent þjálfaraahandbók sem útgefnar eru af Evrópska blaksambandinu til skólanna.
(CEV) Skólamót fyrir 5. og 6.bekk:
Þetta er nýtt fyrirkomulag með keppni milli skóla um allt land. Hvert svæði skipuleggur einn dag/morgun (2-3 klst) til að halda skólamót með stuðningi frá BLI og blakdeildum í nærsamfélaginu. Blakfélögin aðstoða við skipulagningu á mótunum sem og dómgæslu. Liðin frá skólunum samanstanda af amk 4 í hverju liði þar sem 4 eru á vellinum samtímis og er spilað á badmintonvöllum með aðeins hærri net.